Útgáfa 21.6.3

Útgáfudagur 2. desember 2021

Afmælisbörn - lagfæring

APPAIL-8265

Á helluvalmynd í client fóru hættir starfsmenn að birtast undir afmælisbörn. Þetta hefur verið lagað.

Valskjár fyrir listana Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis lagfærður

APPAIL-8266

Ef valið var inn ákveðið tímabil í valskjánum fyrir listana Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis kom listinn tómur. Þetta hefur verið lagað.

Réttar síur ef valskjár kemur ekki upp

APPAIL-8266

Ef listar undir Kjarni > Mannauður voru keyrðir upp án þess að valskjár kæmi upp þá voru síur á ráðningarmerkingar ekki að virka rétt. Þetta gerði það að verkum að hættir starfsmenn voru þá líka að birtast í listanum. Það var hjáleið að kalla fram valskjáinn og keyra listann aftur, til að fá eingöngu virka starfsmenn í listann. Þetta hefur nú verið lagað þannig að listar keyrast upp með réttum síum þó svo að valskjár komi ekki upp.