...
Núna er hægt að óska eftir gögnum frá umsækjanda við ráðningu í gegnum vefinn. Fær umsækjandinn þá tölvupóst með hlekk þar sem hann fyllir út þær upplýsingar sem óskað er eftir. Hægt er að óska eftir upplýsingum um nánasta aðstandanda, stéttarfélag, skattkort, lífeyrissjóð, séreignarsjóð og banka. Hægt er að skilyrða þá reiti sem umsækjandinn verður að svara og sleppa ákveðnum reitum sem ekki á að óska eftir.
Viðhengi flytjast með í Onboarding ferli
Þegar umsækjandi var ráðinn í gegnum Onboarding ferli þá voru viðhengi ekki að flytjast með við stofnun starfsmannsins. Þetta hefur verið lagað.