...
Stofna þarf þrjár nýjar stillingar í flipanum XAP > Gildi
Númer | Nafn | Kódi | Gildi | Lýsing |
EqualPay | Kjarakannanir | true | Skýrslan verður aðgengileg í Hliðarvali, Kjarni, Skýrslur. False og hún sést ekki. | |
EqualPay.PayListID | Kjarakannanir | Vísir þess dálkalista sem stofna þarf hjá hverjum viðskiptavini fyrir sig. | ||
EqualPay.OrgCompanyID | Kjarakannanir | 1 | Vísir fyrirtækis sem koma skal sjálfgefið í valskjá. |
Dálkalistinn inniheldur 3 dálka,1) 100% laun 2) Bílastyrkur og 3) Umbun. Mismunandi er á milli viðskiptavina hvaða launaliðir fara í hvaða dálk.
...
- 100% Laun : Average(PayRecordAmount) * Average(PayRecordBonus) þessi formúla sækir 100% laun starfsmanns með álagi ef það er fyrir hendi, óháð greiddu starfshlutfalli.
- Bílastyrkur : Samtals (PayRecordSum) úr launalínum (PayRecord)
- Umbun : Samtals (PayRecordSum) úr launalínum (PayRecord)
Flýtilyklar - Enter stofni nýja línu fyrir svarmöguleika spurninga
Á fundi með einum af viðskiptavinum Kjarna kom upp að gott væri að ný lína stofnaðist þegar smellt er á enter við stofnun svarmöguleika fyrir spurningar í Kjarna, hvort sem er í ráðningum, frammistöðumati, námskeiðsmati eða gátlistum.
Notendur geta sjálfir bætt við þessum flýtilykli með því að fara í Kjarni > XAP > Flýtilyklar í kerfisvalmynd Kjarna.
Og bæta þar inn rauðmerktu línunni hér að neðan. Einnig væri hægt að láta aðra flýtilykla framkvæma það sama, t.d. Insert eða Ctrl+Enter, sjá dæmi um það í hinum tveimur línunum hér að neðan.