...
Það var bara hægt að skrá íslensk heimilsföng og póstnúmer (sem sótt voru í lista á bakvið) í starfsmannaspjaldið. Þessu hefur verið breytt og nú er hægt að skrá erlend heimilisföng og póstnúmer í starfsmannaspjaldið sem birtist þá einnig í öðrum spjöldum/listum þar sem við á. Þessar breytingar eiga bæði við um lögheimili og aðsetur. Ef póstnúmer finnst ekki í listanum þá er hægt að handskrá póstnúmer í dálkinnstofna nýtt póstnúmer í töfluna með því að smella á græna plúshnappinn.
Nýjar póstnúmera, landa-, þjóðernis- og tungumálatöflur
Í tengslum við viðbætur svo hægt sé að skrá erlend heimilisföng voru útbúnar nýjar töflur fyrir póstnúmer, lönd, þjóðerni og tungumál. Hægt er að stofna ný gildi í þessum töflum með því að smella á græna plúshnappinn þegar farið er í að velja gildi úr þessum töflum. Þannig er hægt að stofna strax ný gildi ef í ljós kemur að það gildi sem á að skrá er ekki til í kerfinu. Athugið að ef notendur eru með takmarkaðan aðgang að Kjarna þá gæti þurft að gefa þeim aðgang að þessum nýju töflum. Senda skal þá tölvupóst á service@origo.is.