...
Breytingar á innskráningarsíðu
Breytingar hafa verið gerðar á innskráningarsíðu þegar kveikt er á innskráningu með Windows notanda. Það er nú skýrara að aðeins þurfi að smella á hnapp til þess að skrá sig inn en ekki slá inn notandanafn og lykilorð.
Yfirmaður skipulagseiningar ekki yfirmaður sjálfs síns
Gerðar hafa verið breytingar á starfsmannavefnum þannig að þar sé birting yfirmanns í samræmi við það sem er inni í Kjarna. Þ.e. að ef yfirmaður er yfirmaður skipulagseiningar þá komi hann samt ekki sem yfirmaður sjálfs síns heldur sé sóttur næsti yfirmaður þar fyrir ofan.