Stillingar á því hvernig launaseðill er uppsettur eru skráðar inn í listann Launaseðill – uppsetning í hliðarvalmynd launa. Starfsmenn Applicon Origo setja launaseðilinn upp í samráði við notendur og er það hluti af innleiðingarvinnu í upphafi.
Notendur geta breytt uppsetningu sjálfir ef þess gerist þörf. Hægt er að fá ráðgjöf hjá sérfræðingum Applicon Origo við uppsetningu og breytingu á launaseðlum. Hægt er að vera með eins margar uppsetningar og þurfa þykir, alltaf er hægt að stofna nýjar og eða breyta eldri.
...