...
Nú er hægt að bæta við og/eða breyta texta í sniðmáti sem valið hefur verið inn áður en það er sent til undirritunar án þess að það hafi áhrif á sniðmátið sjálft sem er vistað undir Rafrænar undirritanir > Sniðmát. Þannig að er hægt að gera breytingar á skjalinu sem eiga bara við þann tiltekna starfsmann sem verið er að senda skjal á.
Rafrænar undirritanir - Viðbætur varðandi uppsetningu sniðmáta
Bætt hefur verið við ýmsum möguleikum varðandi uppsetningu sniðmáta, s.s.; Mismunandi leturgerð og leturstærð, hægri, miðju-og vinstri jöfnun, innsetningu kassa, mynda og linka o.fl.