...
Ef launaliður er ekki skilgreindur undir “Launaliður í skráningu” í helluvalmynd áætlunar kemur hann ekki upp þegar smellt er á þrjá punkta í svæði launaliða við skráningu í áætlun. Ef reynt er að skrá í áætlun launlið sem ekki hefur verið skilgreindur koma núna villuboð um að ekki megi skrá áætun á þann launlið.
Sækja ávinnslur - Desemberuppbót
Ef ávinnslutímabil desemberuppbóta var skilgreint “Milli ára” þá þurfti að muna eftir að setja inn eldra ár þegar ávinnslur voru sóttar svo að ávinnslur frá desember á fyrra ári kæmu með. Þetta hefur nú verið útfært þannig að eldra ár kemur með þegar ávinnslur eru sóttar og ekki þarf lengur að muna sérstaklega eftir að setja það inn. Eldra ártalið hefur einungis áhrif á þær ávinnslur sem skilgreinar eru “Milli ára”.