...
Þegar verið er að loka grunnlaunaspjaldi launamanns vegna starfsloka sem gerir það að verkum að hann birtist ekki lengur í “Skrá laun” kemur núna viðvörun við aðgerðina ef viðkomandi er með launafærslur í opinni útborgun á tímabili lokunar. Leiðrétta þarf launafærslur og loka svo spjaldinu.
Skráning skilagreinamánuða í útborgun
Nú er ekki hægt að skrá skilagreinamánuð á færslu í launaskráningu sem ekki er tilgreindur í útborgun. Einungis er hægt að breyta bókunardegi þar með því að velja greiðsluform fyrirfram/eftirá.
Stéttarfélög í skýrslum
...