...
Hægt er að fá upp öll skjöl í kerfinu í lista. Það er gert með því að setja skipunina FileRepository.List í skipanagluggann neðst í vinstra horni og smella á enter. Þar er svo hægt að sía á tegund skjals í reitinum Tegund skjals og starfsmannanúmer birtast í reitinum Númer eiganda skjals.
Undir Stofnskrár > Vöntunalisti - Skjöl er hægt að fá upp lista af starfsmönnum sem vantar ákveðnar tegundir skjala í sitt viðhengjaspjald. Dæmi; Ef það á að skoða hvaða starfsmenn eru ekki með ráðningarsamning í viðhengjaspjaldinu þá er Tegund skjals > Ráðningarsamningur valin inn og svo smellt á Sækja.