...

Úr þessu hefur verið bætt svo að núna koma númer starfa einnig á reiknuðu færslunar.

Svæðið “Yfirmaður” í launalistum undir mannauður

APPAIL-9056

Nú er hægt að draga svæðið yfirmaður inn í listana Grunnlaun og Lífeyrissjóður undir mannauður.

Röðun launaliða í númeraröð í fyrirtækjalista

APPAIL-5671

Röðun launaliða í fyrirtækjalista hefur verið bætt og kemur núna í réttri rúmeraröð.

Stéttafélög - bæta inn svæðinu Gjaldategund stéttarfélags undir flipanum “Launaútreikningur”

APPAIL-8442

Þegar stéttarfélag er opnað undir laun er núna hægt að draga svæðið Gjaldategund stéttarfélags inn undir flipanum launaútreikningur. Þannig er hægt að sjá hvaða gjaldategund er skráð á hvern launalið.

Aldurshækkanir - Bæta inn starfsaldri sem reiknast útfrá greiddum stöðugildum

APPAIL-9016

Virknin við framkvæmd “Aldurshækkana” hefur verið bætt þannig að ef kveikt er á stillingu til að reikna starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum þá skilar sá starfsaldur sér nú í aðgerðina.

Skýringasvæði á reikniliði

APPAIL-8894

Skýringa dálki hefur verið bætt inn í reikniliðaspjald við hlið reikniliðasegðar og þar er hægt að skrá skýringu og vista hana.

Flýtiskráning - Bæta inn villuboðum þegar límt er frá excel

APPAIL-8985

Búið er að setja inn ný villuboð í flýtiskráningu fyrir eftirfarandi breytur: Launaliður, kostnaðarstöð, Skipulagseining og nr. stofnunar. Villurnar birtast sem rautt tákn við þá breytu sem villan tilheyrir.

Hægt er að skoða villuna með því að færa músina yfir táknið og ýta á músartakkann. Einnig er hægt að skoða villulista sem sýnir allar villur í einum glugga.