...

Núna birtir vöntunarlisti orlofsreikninga upplýsingar um launareikning hjá viðkomandi launþega og því hægt að flytja hann beint í excel og senda til viðskiptabanka.

Launaliðir - bæta við þeim möguleika að skrá kostnaðartegund

APPAIL-9262

Nú er hægt að skrá “Kostnaðartegund” á launalið til frekari greininga á launum. Henni var bætt við undir vinnuform í “Almennt” flipanum á launaliðum.

Fyrir aðstoð við stillingar sendið erindi á service@origo.is

Launaliður sæki hlutfall í vinnutímaspjald

APPAIL-9291

Nýjum valmöguleika hefur verið bætt í launaliðaspjald. hægt er að setja hak í "Hlutfall sótt úr vinnutímaspjaldi"  sem virkar þannig að ef launliður er skráður í fasta liði þá kemur sjálfkrafa í gr. einingu hlutfallið úr vinnutímaspjaldi.

Ef hlutfalli er breytt í Vinnutímaspjaldi þá breytist það einnig í föstu liðunum. Þetta getur verið mjög þægilegt fyrir launalið mánaðarlauna en þá þarf bara að breyta starfshlutfalli á einum stað í kerfinu í stað tveggja áður.