...
Ef hlutfalli er breytt í Vinnutímaspjaldi þá breytist það einnig í föstu liðunum. Þetta getur verið mjög þægilegt fyrir launalið mánaðarlauna en þá þarf bara að breyta starfshlutfalli á einum stað í kerfinu í stað tveggja áður.
Aðgerðin Talning á greiddum stöðugildum
Bætt hefur verið við samtalsreit efst í skýrsluna sem tekur meðaltal stöðugilda hjá öllum fyrirtækjum og leggur þau saman.
Vistun launaseðla í skjalaskáp - hraða aðgerð
Virkninni við að vista launaseðla í skjalaskáp var breytt til að hraða aðgerðinni.
Bókhaldsflokkur fyrir yfirskrift í bókhaldi
Útbúin hefur verið ný tafla þar sem hægt er að skilgreina Bókhaldsflokk sem tengdur er á launamann í grunnlaunaspjaldi ef yfirskrifa þarf bókun. Þetta er ný vídd í bókhaldi og launaútreikningi þar sem bókhaldsflokkur er settur á hverja launafærslu og útreikning. Hægt er að skilgreina bókhaldsflokk á sama hátt og aðrar víddir í bókhaldsskilgreiningu.