...
Útbúin hefur verið ný launavefþjónusta. Hana er hægt að nota til þess að sækja launaupplýsingar í ytri skýrslugerðartól og hún er talsvert hraðvirkari en PayRecords þjónustan sem hingað til hefur verið notuð.
Topplaunagöng í Kjarna
Fyrir þá viðskiptavini sem notuðu Topplaun áður þá er núna komin ný tafla í Kjarna sem hægt er að flytja öll Topplaunagögn yfir í.
Þannig er hægt að fletta upp í þessum eldri launafærslum innan Kjarna og ekki þörf á að fara yfir í Topplauna kerfið til þess að gera það. Þar sem þessi virkni er komin inn í Kjarna þá er í raun hægt að loka Topplauna kerfinu alfarið ef viðskiptavinir óska þess. Ef viðskiptavinir vilja fara þessa leið skal senda póst á service@origo.is.
Villuprófun iðgjaldaskila til Brúar lífeyrissjóðs
Í samvinnu við Brú lífeyrissjóð hefur verið útbúin villuprófun skilagreina til þeirra undir “Skoða” áður en útborgun er lokað.
Þar sem aðeins einn lífeyrissjóður bíður uppá svona villuprófun þarf að setja inn stillingu á sjálfann sjóðinn. Þeir sem vilja nýta sér villuprófunina geta óskað eftir aðstoð við að setja stillinguna inn með því að senda beiðni á service@origo.is.