...
Dagpeningaskýrslan var upphaflega þróuð fyrir bókaða dagpeninga í dagpeningakerfinu. Virknin hefur verið lagfærð svo að nú er einnig að að senda skýrsluna þó ekki sé verið að bóka dagpeningana.
Skattkort - þak á skráningu ónýtts persónuafsláttar
Nú er ekki hægt að skrá í svæðið “Ónotaður” í skattkortaspjaldi hærri fjárhæð en sem nemur fjölda mánaða sem liðnir eru af ári. Ef reynt er að skrá í svæðið hærri fjárhæð kemur upp melding um hversu háa fjárhæð má skrá á þeim tímapunkti. Aðeins er verið að horfa á skráningar í svæðið “Ónotaður” en ekki er sannreynt hversu mikið er búið að nýta ef starfsmaður hefur verið á launum fyrr á árinu.