...
Nú er ekki hægt að skrá í svæðið “Ónotaður” í skattkortaspjaldi hærri fjárhæð en sem nemur fjölda mánaða sem liðnir eru af ári. Ef reynt er að skrá í svæðið hærri fjárhæð kemur upp melding um hversu háa fjárhæð má skrá á þeim tímapunkti. Aðeins er verið að horfa á skráningar í svæðið “Ónotaður” en ekki er sannreynt hversu mikið er búið að nýta ef starfsmaður hefur verið á launum fyrr á árinu.
Kjarna vefur - Launabreytingar - bæta aukastöfum í prósentudálk
Í aðgerðinni að Breyta launum í Launabreytingar á Kjarna vef hefur prósentu svæðið verið lagfært og aukastöfum fjölgað í 4 fyrir nákvæmari birtingu. Nú er bæði hægt að skrá hækkun í krónum eða prósentum. ATH. ef prósentan er ekki heil þarf að skrá hana inn með punkti en ekki kommu. Td. 3.55%
Kjarna vefur - birting úttekins orlofs í orlofsyfirliti
...