...
Ef svæðið “Kostnaðarstöð nr” var dregið inn í skrá laun þá var ekki hægt að skrá númer beint í það svæði líkt og hægt er fyrir svæðið “Kostnaðarstöð vísir”. Úr því hefur verið bætt og núna er hægt að skrá inn í bæði svæðin eða leita í fellilista.
Valskjár fyrirtækjalista - bæta launafulltrúa í val
Í valskjá fyrirtækjalista hefur svæðinu “Launafulltrúi” verið bætt við svo hægt sé að kalla fram gögn valsins launafulltrúa.
Orlofsstaða, Orlofsyfirlit - bæta við svæði
...