...
Í útgáfu 23.2.1 var bætt við rafrænni undirritun fyrir launabreytingar. Aftur á móti gleymdist að bæta við röðun undirritenda sem kom í sömu útgáfu fyrir rafræn skjöl við rafræna undirritun fyrir launabreytingar. Því hefur nú verið bætt við.
Launabreyting - valin lína birtist í sprettiglugga
Núna þegar smellt er á línu í listanum yfir launabreytingar opnast hann í sprettiglugga. Áður var erfitt að sjá textan sem skráður var í rökstuðning ef textinn var langur.
Taka reikniliði með inn í launaupphæð í samþykktaferli launabreytinga
...