...
Þegar komið er inn í spjaldið er hægt að tengja nýtt skjal á starfsmann með því að smella á Stofna færslu (græna plúsinn). Til að velja inn nýtt skjal er annað hvort hægt að smella á Sækja skjal eða draga inn skjalið úr möppu inn í reitinn og "sleppa". Þegar skjalið er sótt þá fyllist sjálfkrafa út í Heiti skjals.
...
Sjálfkrafa fyllist út í svæðin Eigandi skjals og út frá því sem skilgreint er á tegund skjalsins sem var valin. Númer eiganda skjals kemur sjálfkrafa m.v. þann starfsmann sem unnið er með . ef eigandi skjals er starfsmaður eða launamaður. Ef eigandi skjals er annað (t.d. umsækjandi eða umsókn) þarf að velja réttan eiganda skjals og fylla aftur út í Númer eiganda skjals.
Að lokum er skráð Lýsing, ef við á, og smellt á Stofna og loka.
Ef eigandi skjals er annað en Starfsmaður eða Launamaður, t.d. Umsækjandi þá þurrkast út starfsmannanúmerið í Númer eiganda skjals út. Velja þarf inn réttan eiganda skjals og þarf að velja númerið aftur inn á starfsmanninum/launamanninum. Ef ekkert númerið er valið inn þá kemur athugasemd.
Ef Tegund skjals er ekki til í listanum er hægt að bæta við skjalategund undir Stofnskrár > Skjalaskápur - Tegundir skjala.
...