...
Í útgáfu 23.3.1 var bætt við að hægt væri að vera með stillingu fyrir tvö tímaskráningakerfi í Kjarna sem hægt er að velja úr þegar starfsmaður er ráðinn. Þessari virkni hefur núna verið bætt við í ráðningarferil og starfsmannaferil á Kjarna vef. Hægt er að smella á heitið á kerfinu í valinu en þá þarf að bæta því við í lýsingu á stillingunni. Ef óskað er eftir aðstoð við þessa virkni skal senda beiðni á service@origo.is
Launafjárhæðir yfir í MTP
Gerð hefur verið sú breyting á skýrslu í Kjarna sem skilar launafjárhæðum yfir í MTP að ef upplýsingum er breytt í grunnlaunaspjöldum eða föstum launaliðum þá uppfærast fjárhæðir í skýrslunni.