...
Þegar verið var að senda skjal á starfsmann í rafræna undirritun kom listinn yfir tegundir skjala eftir vísis númeri. Þessu hefur verið breytt og kemur listinn núna í stafrófsröð.
Launaáætlun færð í sér flipa
Búið er að færa launaáætlunina í sér flipa í hliðarvalmynd á Kjarna vefnum. Við þessa breytingu þarf að birta þennan kerfishluta sérstaklega á Kjarna vefnum og mun launaáætlunin því hætta að birtast á Kjarna vefnum. Til að fá hana birta aftur þarf að senda beiðni á service@origo.is og óska eftir að kveikt sé á þessum kerfishluta. ATH. það felur ekki í sér kostnað að láta kveikja á þessum kerfishluta fyrir þá viðskiptavini sem eiga kerfishlutann Launaáætlun.