Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Þegar nýir starfsmenn eru stofnaðir er hægt að láta kerfið sjálfkrafa stofna viðkomandi starfsmann sem notanda. Þetta getur verið heppilegt, sérstaklega fyrir þá sem eru að nota starfsmannavefinn i Kjarna.

Til að virkja þessa virkni þarf að setja inn eftirfarandi stillingar í XAP → Gildi. 

Skipun (Nafn)GildiSkýring
User.AutomaticCreate trueÞað er sett "true" í gildi til að kveikja á þessari sjálfvirkni
User.DefaultXapRole
Hér er sett inn númer þess hlutverks sem starfsmenn eiga að fá þegar þeir eru stofnaðir sem notendur. Hér er oftast sett númer hlutverkisins "Starfsmannavefur"
QDataRegistration.Email EmailWork,EmailHér er skilgreint á hvaða netfang á að senda lykilorð til notanda. EmailWork = Vinnunetfang, Email = Persónulegt netfangt. Í dæminu hér í Gildi sendist tölvupósturinn á vinnunetfang, sé það til, en annars á persónulegt netfang starfsmanns. Þau fyrirtæki sem eru með AD - tengingu setja ekkert netfang í þennan reit.
XapEmailTemplate.CreateUsers
Hér er sett inn númer þess bréfs sem senda á í tölvupósti á notendur þegar þeir eru stofnaðir sem notendur í Kjarna.

Ef óskað er eftir aðstoð við ofangreindar stillingar skal senda beiðni þess efnis á service@applicon.is. 

Athugið að ef starfsmenn eru stofnaðir úr ráðningahluta Kjarna í gegnum aðgerðina Flytja marga umsækjendur þá stofnast viðkomandi starfsmenn ekki sem notendur. Þetta er vegna þess að notandanafn og vinnunetfang, ef við á, hefur ekki verið skráð á umsækjendur. Í þessum tilvikum þarf að stofna notendurna sérstaklega í gegnum listann Starfsmenn í Kjarni > Mannauður, sjá nánar hér