...
Í listanum Notendur (Aðgerðir > Notendur) voru hnapparnir Stofna, Eyða og Afrita faldir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að reynt sé að stofna og eyða notendum í þessum lista.
Geta flutt fleiri en einn lista í Excel án þess að vista skjalið
Þegar listar voru flutt úr Kjarna í Excel fengu skjölin nafnið tempfile. Excel leyfði ekki að opna fleiri en eitt skjal með sama nafni og þess vegna þurfti notandi að vista fyrra skjalið með einhverju nafni til þess að geta opnað annað tempfile skjal. Þessu hefur nú verið breytt þannig að þegar listar eru fluttur úr Kjarna í Excel þá bætist guid fyrir aftan tempfile nafnið. Þetta guid er mismunandi á milli skjala og því fá þessi skjöl ekki sama nafnið og því ekkert vandamál að flytja fleiri en einn lista yfir í Excel án þess að þurfa að vista skjalið.
Stillir - möguleiki á að sameina reiti
...