...
Ef valin er tegund ráðningar Tímabundin ráðning/Sumarvinna í ráðningarferli/starfsmannaferlar þá kemur upp pop-up þar sem hægt er að skrá síðasta starfsdag. Ef dagsetning er valin í þessum glugga stofnast hættur færsla með gildisdagsetningu daginn eftir þann dag sem var valinn.
Rafrænar undirritanir í lok ráðningarferils
Í lok ráðningarferils er sá valmöguleiki í boði að fara í rafræna undirritun. Áður var notandinn fluttur í Rafrænar undirritanir > Senda skjal þegar þessi hnappur var valinn en núna opnast þessi valmöguleiki í pop-up. Kemur þetta sér vel þar sem aðrir valmöguleikar eru einnig í boði í lok ráðningarferilsins, t.d. að tengja gátlista.