...
Búið er að bæta við flís fyrir þjóðerni á upphafssíðu. Hægt er að fela þessa flís með stillingu ef ekki er vilji til að birta hana.
Athugið að þessi flís er að birta það gildi sem er í þjóðerni en hægt er að finna þessi gögn undir Stofnskrár > Lönd í Kjarna. Ef þessi dálkur er tómur eða vantar gildi kemur heitið tómt á þessari flís. Þarf því að uppfæra þessi gildi til að flísin skili réttum niðurstöðum.
Rafrænar undirritanir - Today bætt við í mail merge
Búið er að bæta við Today í mail merge. Núna er því hægt að velja Today inn í sniðmátið sem birtir þá dagsetninguna í dag í skjalinu.