...
Aðgerðinni "Leiðrétta laun" hefur nú verið bætt inn í aðgerðahjól í skráningarmynd launa. Valinn starfsmaður kemur sjálfvalinn í valskjá.
Villumelding "Skrá" í launahring.
Fyrir kemur að enginn starfsmaður uppfyllir kröfur um að birtast í útborgun launa þegar smellt er á Skrá í launahring. Ástæðurnar geta verið að um fyrstu útborgun launa sé að ræða og ekki búið að lesa gögn inn á starfsmenn.
Tengin launamanns við útborgun eru spjöldin Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun og Vinnutími. Þau þurfa að vera til fyrir starfsmann í réttu fyrirtæki m.v. valda útborgun.
Önnur ástæða getur verið að valinn hafi verið útborgunarhópur í útborgun sem enginn starfsmaður hafi fengið úthlutað.
Ef þetta kemur fyrir og smellt er á hnappinn Skrá í launahring, þá kemur eftirfarandi villumelding í hægra neðra hornið á Kjarna:
"Vinsamlega athugið skráningar starfsmanna. Starfsmenn þurfa að hafa skráðar upplýsingar í spjöldin Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun og Vinnutími."
Trégerð í launaskráningu
Bætt hefur verið við vali í þá mynd sem opnast þegar hægrismellt er á starfsmenn í trégerð í launaskráningu. Fyrir var "Flokka" en nú hefur verið bætt við "Víkka" og "Fella"
Víkka opnar á sýn á öll spjöld allra starfsmanna.
Fella dregur allt saman þannig að aðeins nöfn starfsmanna séu sýnileg.