...
Útbúið hefur verið nýtt vefgildi sem festir skráðar upplýsingar í dagpeningabeiðnum á Kjarnavef til að auðvelda skráningu þegar verið er að skrá beiðnir á marga starfsmenn í einu útfrá sömu skilyrðum. Vefgildið er Kjarni.Web.PerDiem.DoNotClearForm og til að virkja það er sett true í gildi.
Dagpeningar - Seðlabankagengi
Útbúin hefur verið ný gengisþjónusta sem sækir gengi Seðlabanka Íslands. Hægt er að senda beiðni á service@origo.is fyrir frekari upplýsingar og stillingar.
Bókun dagpeninga - Bæta við fyrirtæki og lagfæra virkni
Nú er hægt að draga fyrirtæki og fyrirtæki nr. inn í listann yfir samþykkta og óbókaða dagpeninga. Virknin í bókun var lagfærð þannig að hægt er smella á “Bóka dagpeninga” og þá bókast aðeins færslur þeirra starfsmanna sem tilheyra valinni útborgun.
Hættir starfsmenn halda áfram að birtast í Vinnustund
...