Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Röng villa þegar skipulagseining var stofnuð

APPAIL-3051

Þegar verið var að stofna skipulagseiningu birti kerfið alltaf rautt X við yfirskipulagseining ef engin skipulagseining var valin inn í þann reit. X-ið var hinsvegar ekki að hamla því að færslan yrði stofnuð. Þetta var lagfært svo nú kemur X-ið ekki upp.   

Stofna stöðu beint úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis og almennt í Search listum

...

Nú hefur verið bætt við þeirri virkni að hægt er að stofna stöðu beint úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þegar smellt er á velja stöðu í spjaldinu birtist listi yfir allar stöður í fyrirtækinu. Úr þeim lista er nú hægt að stofna beint nýja stöðu í stað þess að þurfa að fara úr listanum, loka spjaldinu og inn listann aftur í gegnum Kjarni → Stofnskrár → Stöður. Sömu virkni hefur verið bætt við í öllum sambærilegum aðgerðum þar sem Search skipanir eru keyrðar ofan á lista. 

Skipun sem sendir alla starfsmenn yfir í tímaskráningakerfi

APPAIL-3113

Nýrri skipun hefur verið bætt við Kjarna til þess að senda alla starfsmenn yfir í tímaskráningarkerfi, Vinnustund/Tímon. Þessari skipun var bætt inn svo notendur þurfi ekki að fara í listann Tenging innan fyrirtækis, velja alla starfsmenn og senda þá yfir. Þessi nýja skipun er TMEmployee.CreateAll og hún er keyrð með því að slá hana inn í skipanalínuna neðst í vinstra horni Kjarna og smella á enter.