...
Farið var yfir Vista virknina fyrir lista þannig að skilyrði sem skráð eru á valskjá og breytingar á útliti (síur, breytingar á dálkum, o.s.frv.) vistist með listanum þegar hann er vistaður niður í Möppur. Þegar vistaðir listar eru keyrðir upp úr Möppur eða af upphafsvalmyndum þá keyrast þeir upp nákvæmlega eins og þeir voru vistaðir niður m.t.t. skilyrða á valskjá og útlits (layout).
List hnappur aðgengilegur í Select listum
Select hnappur er aðgengilegur í List listum þannig að hægt sé að fara í viðhald beint í listanum án þess að tvísmella á línu í listanum til þess að viðhalda færslu. Nú hefur List hnappi verið bætt í alla Select lista þannig að hægt sé að fara tilbaka í þá tegund af listum úr Select listum.