Starfshlutfall í listana Ráðningarsamningur, Formbréf og Tenging innan fyrirtækis
Upplýsingar um starfshlutfall starfsmanns (úr spjaldinu vinnutími) var bætt við í listana Ráðningarsamningur, Formbréf og Tenging innan fyrirtækis.
Ráðningardagsetning í spjaldinu Starfsmaður
Í spjaldinu Starfsmaður er birt ráðningardagsetning starfsmanns, en það er sú dagsetning sem starfsmaður byrjaði síðast hjá fyrirtækinu. Ef að starfsmaður hafði hætt eða farið í leyfi var kerfið ekki að birta rétta dagsetningu í spjaldinu. Þetta hefur nú verið lagað og er dagsetningin sem birt er í spjaldinu rétt.
Sakavottorð á spjaldinu Starfsmaður
Í útgáfu 3.8.3 var svæðinu Síðasti starfsdagur bætt við spjaldið Starfsmaður þannig að öll svæðin færðust neðar og neðstu svæðin fóru yfir svæðið Sakavottorð. Þetta hefur verið lagað þannig að svæðið Sakavottorð birtist nú aftur neðst á skjánum.
Aukinn hraði á listanum Hlutir í láni
Hraðinn var aukinn á listanum Hlutir í láni.
Aukinn hraði á listanum Orlof
Hraðinn var aukinn á listanum Orlof.
Starfsmenn eftir skipulagseiningu og nýir starfsmenn á helluvalmynd mannauðs
Villa kom upp í aðgerðunum sem lista upp starfsmenn eftir skipulagseiningu og nýja starfsmenn á helluvalmynd mannauðs. Þessi villa hefur nú verið lagfærð.
Nýr flipi í kerfisvalmynd
Flipanum Aðgerðir hefur verið bætt við kerfisvalmyndina og viðeigandi aðgerðir færðar í hann úr flipanum XAP.