...
Notendur hafa verið að lenda í því að dagsetningar í færslum í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis hafa verið að skarast við dagsetningar á eldri færslum. Þetta hefur einkum verið að gerast þegar færslur eru afritaðar í spjaldinu. Búið er að taka á þessu og nú leyfir spjaldið ekki tvær færslur með sömu dagsetningar.
Samræming á innslætti dagsetninga í spjöldum
Í nokkrum spjöldum í Kjarna þurfti að setja inn punkt á milli dagsetningar, mánaðar og árs þegar dagsetning var slegin inn. Þetta hefur verið lagað svo nú er hægt að slá inn dagsetninguna án þess að ýta á punkt á milli á öllum stöðum í kerfinu.