...
Nafni á aðgerðinni Flytja umsækjendur hefur verið breytt í Flytja marga umsækjendur. Þessi aðgerð er hugsuð til þess að flytja marga umsækjendur í einu lagi yfir í mannauðshlutann og breytingin á nafninu var gerð til þess að skerpa á því. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að nota þessa aðerð til þess að flytja einn umsækjanda en það er einnig hægt að ráða/flytja einn umsækjanda með því að merkja umsækjandann ráðinn í umsóknarspjaldinu hans.
Breyting á texta í tölvupósti sem sendist þegar umsækjandi er ráðinn
APPAIL-3541
Breytingar hafa verið gerðar á textanum sem sendur er í tölvupósti þegar umsækjandi er ráðnn þannig að þar séu t.d. upplýsingar um hvaða auglýsingu ráðið var í. Textinn er nú þessi:
Eftirfarandi umsækjandi hefur verið ráðinn út frá auglýsingunni: <Auglýsing>, kt. <1111111111>..
Ljúka þarf við að stofna starfsmann undir Mannauður > Stofna starfsmann > Finna