...
Í einhverjum tilvikum getur þurft að stofna marga notendur í einu, t.d. fyrir notkun á starfsmannavef, og þá er fyrrnefnd aðgerð ekki nægilega hentug. Það var því útbúin ný aðgerð sem gerir notanda kleift að stofna marga notendur út frá listanum Starfsmenn sem er aðgengilegur í hliðarvalmynd undir Kjarni > Mannauður. Það er einnig hægt að nota þess aðgerð til þess að stofna einn notanda.
Áður en notendur eru stofnaðir þarf að tryggja að þeir séu með skráð notandanafn og netfang. Það er einfalt að sjá í listanum Starfsmenn. Ef notandanafn og/eða netfang er ekki skráð þá er hægt að tvísmella á viðkomandi starfsmanna (ef notandi er í venjumlegum lista), skrá viðeigandi upplýsingar og vista færsluna, eða (ef notandi er í .Select lista) slá viðeigandi upplýsingar í tilheyrandi svæði og vista listann.
...