...
Útreikningslína er neðst í öllum töflulistum. Hægt er að hægri smella í línuna og velja summu, lágmark, hámark, fjölda eða meðaltal, eftir því sem við á. Með þessu móti er fljótlegt að fá talningu á starfsmannafjölda í viðkomandi lista, reikna út meðalaldur eða meðalstarfsaldur starfsmannanna í lista eða fá upp aldur elsta eða yngsta starfsmannsins í listanum, hæstu eða lægstu launin í listanum, svo eitthvað sé nefnt.