...
Svokölluðum Select hnappi hefur verið bætt við alla lista í Kjarna. Hnappurinn er staðsettur í tækjaslánni vinstra megin við hnappinn sem notaður er til að flytja niðurstöður lista í Excel, Word, Listasmiðju, o.s.frv.
Munurinn á Lista og Select lista er að í Lista er tvísmellt á færslu í listanum til að viðhalda henni. Færslan opnast þá í sér glugga, hægt er að viðhalda henni og hún svo vistuð og glugganum lokað. Í Select lista er hægt að viðhalda færslunum beint í listanum. Það getur verið mjög þægilegt að nota Select lista í magnvinnslu þegar verið er að breyta mörgum færslum starfsmanna/umsækjenda.
Athugið að ef það þarf að opna spjaldið í Select listanum, þá þarf að smella á blíantstáknið í tækjaslánni - ekki dugir að tvísmella á línuna.
AD tenging – Gögn úr AD yfir í Kjarna
...