Skjalaskápur er innbyggður í Kjarna þar sem hægt er að halda utan um öll þau skjöl sem tilheyra starfsmanni, umsækjanda, námskeiði eða starfi. Einnig er hægt að hafa hlekk á viðhengi í ytra skjalakerfi.
Skjöl starfsmanna er hægt að nálgast í gegnum spjaldið Viðhengi í starfsmannatré auk þess sem hægt er að komast í viðhengjaspjaldið í gegnum öll spjöld starfsmannsins.
Þegar komið er inn í spjaldið er hægt að tengja nýtt skjal á starfsmann með því að smella á + hnappinn. Smellt á Sækja skjal og þegar skjalið er sótt þá fyllist sjálfkrafa út í Heiti skjals.
...