...
Bætt var við samlagningu fyrir launaflokk, samlagning Grunnlaunaflokks plús aukaflokka ( Símenntunarflokkar, Menntunarflokkar ofl.) flyst nú yfir í svæðið Launaflokkur á grunnlaunaspjaldi. Þetta á bæði við þegar færsla er handskráð eða stofnuð með aðgerð fyrir aldurshækkanir.
Orlofsprósenta í jafnlaunavottunarskýrslu
Orlofsprósentu starfsmanns er nú hægt að birta í jafnlaunavottunarskýrslunni, Kjarni > Skýrslur > Jafnlaunavottun. Svæðinu var m.a. bætt við skýrsluna þar sem þetta er eitt af þeim svæðum sem gott hefur verið að fylgi með í gögnum sem lesin eru inn í PayAnalytics.