...
Hægt er að skrá bankaupplýsingar stéttarfélaga í stofnupplýsingum stéttarfélaga. Heiti útibúa kemur nú fram þegar bankaupplýsingar eru skráðar í stofnupplýsingum lífeyrissjóða, stéttarfélaga og innheimtna. Skráðar bankaupplýsingar koma nú fram á öllum skilagreinum.
Útreikningur persónuaflsáttar þegar eru tvö launamannanúmer á sitt hvoru tímabili
Ef starfsmaður er með annað launamannanúmerið á fyrirfram greiddum launum og hitt á eftirá þá skiptist nú persónuaflsátturinn og greidd staðgreiðsla eftir greiðsluformi launamanns.
Skattkort eftir uppfærslu launa 'Síðast notað'
Ef skattkort er skráð út í 'Skattkort út' um miðjan mánuð t.d 15.10.2018 þá kemur sú dagsetning í ´Síðast notað' þegar útborgun er lokað. Persónuafsláttur reiknast fyrir þann dag sem skattkortið er skráð út, í þessu dæmi til og með 15.10.2018.
Skattkort - svæðið 'Skattkort inn' fjarlægt
Svæðið 'Skattkort inn' í skattkortaspjaldi hefur nú verið fjarlægt úr skjámynd og er ekki notað á neinn hátt í útreikningi persónuaflsáttar. Ef óskað er eftir að nýta þetta svæði til upplýsinga þá geta ráðgjafa aðstoðað við að láta þetta svæði vera sýnilegt fyrir hvern og einn notanda.