...
Ef útborgun er lokuð þá ætti að vera til launaseðill í skjalaskáp. Byrjað er á því að reyna að finna það skjal. Ef það er til þá er það opnað.
Ef það er ekki til þá birtast skilaboð svo notandinn sé meðvitaður um að launaseðillinn sé myndaður en ekki sóttur í skjalaskáp.
Launaseðlar í samþykktarferli launa
Ef samþykktarferli launa er keyrt eftir að útborgun hefur verið lokað, þá eru launaseðlar sóttir í "archive" En ef útborgun er opin, þá eru seðlar myndaðir jafn óðum og þeir eru keyrðir.
Í þessari aðgerð er hægt að stroka út starfsmannanúmerið og þá eru sóttir launaseðlar fyrir alla útborgunina. Ef starfsmaður er valinn þá er sóttur launaseðill fyrir þennan tiltekna starfsmann.
Ef útborgun er lokuð og launaseðlar til í archive þá er sótt heildarskjalið sem myndað er fyrir alla útborgunina í þeim tilvikum sem ekkert starfsmannanúmer er valið.
Archive á launaseðlum - Archive-a eldri útborganir
Hægt er að vista niður eldri launaseðla, en þá þarf fyrst að endurvinna áramótastöðu fyrir þá útborgun.
...