...
Athugasemd hefur verið bætt við aðgerðina Flýtiráðning ef starfsmaður með viðkomandi kennitölu er þegar til í Kjarna. Þetta er sambærileg athugasemd og kemur upp í ferlinu Stofna starfsmann. Hægt er að halda áfram með flýtiráðninguna þrátt fyrir þessa athugasemd, ef t.d. starfsmaðurinn er að færast til í starfi. Viðkomandi starfsmaður fær þá nýja færslu í spjaldið Tenging innan fyrirtækis og það sama gerist með önnur þau spjöld sem fyllt er út í upplýsingar fyrir í flýtiráðningunni.
...
Starfslok starfsmanna
Ef starfsmaður er með skráða framtíðarfærslu í grunnlaunaspjaldi sem tekur gildi eftir skráðan síðasta útborgunardag kemur upp listi yfir þær fæslur. Ekki er hægt að flytja listann yfir í excel en það er hægt að ljóma upp línurnar og afrita með Ctrl+V og flytja þannig yfir í excel.
Endurráða starfsmenn
Vistun banka- og lífeyrissjóðsupplýsinga í aðgerðinni Endurráða starfsmenn hefur verið yfirfarin.
Númer aðgangskorts
...
Í spjaldinu Starfsmaður hefur eingöngu verið svæði sem sýnir fullt nafn starfsmanns. Nú er möguleiki á að sýna líka nafnið uppskipt ef viðskiptavinir vilja það. Setja þarf þá inn stillinguna EmployeeMasterAdditionalNameFields = true. Við það birtast þessi viðbótarsvæði í starfsmannaspjaldinu og fyllt er út í þau út frá nafninu í upprunalega nafnasvæðinu.
Starfsmannatré -
...
skipulagseining
Í starfsmannatrénu hefur textanum Launamannanr. verið skipt út fyrir nafn skipulagseiningarinnar sem starfsmaðurinn tilheyrir í viðkomandi starfi. Með þessu móti þarf ekki að fara inn spjaldið Tenging innan fyrirtækis til þess að sjá hvorri einingunni viðkomandi launamannanúmer tilheyrir heldur sést það strax í starfsmannatrénu.