...
Athugasemd hefur verið bætt við aðgerðina Flýtiráðning ef starfsmaður með viðkomandi kennitölu er þegar til í Kjarna. Þetta er sambærileg athugasemd og kemur upp í ferlinu Stofna starfsmann. Hægt er að halda áfram með flýtiráðninguna þrátt fyrir þessa athugasemd, ef t.d. starfsmaðurinn er að færast til í starfi. Viðkomandi starfsmaður fær þá nýja færslu í spjaldið Tenging innan fyrirtækis og það sama gerist með önnur þau spjöld sem fyllt er út í upplýsingar fyrir í flýtiráðningunni.
Flýtiráðning - Skattkortasvæði
Svæðið Skattkort út er nú birt í aðgeðrinni Flýtiráðning og svæðið Skattkort inn hefur verið tekið út í staðinn.
Starfslok starfsmanna
...