...
Í spjaldinu Starfsmaður hefur eingöngu verið svæði sem sýnir fullt nafn starfsmanns. Nú er möguleiki á að sýna líka nafnið uppskipt ef viðskiptavinir vilja það. Setja þarf þá inn stillinguna EmployeeMasterAdditionalNameFields = true. Við það birtast þessi viðbótarsvæði í starfsmannaspjaldinu og fyllt er út í þau út frá nafninu í upprunalega nafnasvæðinu.
Starfsmannatré - texta breytt á launamannanúmeri
Í starfsmannatrénu hefur textanum Launamannanr. verið skipt út fyrir nafn skipulagseiningarinnar sem starfsmaðurinn tilheyrir í viðkomandi starfi.