...
Ef starfsmaður er með skráða framtíðarfærslu í grunnlaunaspjaldi sem tekur gildi eftir skráðan síðasta útborgunardag kemur upp listi yfir þær fæslur. Ekki er hægt að flytja listann yfir í excel en það er hægt að ljóma upp línurnar og afrita með Ctrl+V og flytja þannig yfir í excel.
Ástæða starfsloka
Þegar ferilinn Starfslok starfsmanna er notaður og valin er "Ástæða starfsloka" kom "Óskilgreint" í spjaldið Tenging innan fyrirtækis en ekki sú ástæða sem var valin, t.d. Uppsögn. Þetta hefur nú verið lagað þannig að sú ástæða sem er valin birtist í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis.
Endurráða starfsmenn - banka- og lífeyrissjóðsupplýsingar
...