...

Spjald fyrir fasta liði - breytingar á útliti.

APPAIL-4279 og APPAIL-3709

Í spjaldið Fastir launaliðir koma nú upplýsingar af grunnlaunaspjaldi um Samning, Launaflokk, Þrep, Greiðsluform og greiðslutíðni.  Hægt er að yfirskrifa öll þessi gildi en við það að yfirskrifa verður textinn blár.  Til þess að sækja erfða gildið aftur er hægt að smella á exið aftast í línunni.  Aðeins á að handskrá í þessi svæði ef yfirskrifa á gildið úr grunnlaunaspjaldi.

Til viðbótar þá var svæðið fyrir númer launaliðar stækkað, þannig að allt númerið sjáist strax þegar það er slegið inn og einnig er nú leyfilegt að eyða út upphæð úr upphæðasvæði og skilja svæðið eftir autt.

...