Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Í kjarna Kjarna er hægt að búa til námskeiðsmat undir fræðsluhluta kerfisins sem hægt er að senda út til þátttakenda að þátttakendur geta svarað á starfsmannavef að námskeiði loknu. 

Námskeiðsmatið byggir á spurningum, spurningasniðmáti og frammistöðumati. 

...

Spurningar

Spurning er fyrirsögnin sem birtist fyrir spurninguna í matinu

Lýsing er textinn sem kemur þegar farið er með bendilinn yfir svæðið.


Spurningategund getur verið:

  • Textasvæði: Þátttakandi getur slegið inn texta eða tölustarfi í lítið textabox
  • Viðhengi: Þátttakandi getur hengt skjal eða skjöl við námskeiðsmatið
  • Má velja eitt svar: Þátttakandi hakar í tékk box ef ákveðið atriði á við (dæmi: Námskeið uppfyllti væntingar mínar) eða velur milli tveggja eða fleiri svarmöguleika.
  • Má velja mörg svör: Þátttakanda er gefinn kostur á að svara fleiri en einum svarmöguleika.
  • Stórt textasvæði: Þátttakandi getur slegið inn texta eða tölustarfi í stórt textabox.
  • Dagsetning: Þátttakandi getur valið dagsetningu úr dagatali.
  • Skali: Þátttakandi getur valið úr skala (t.d. fimm punkta skala)


Tengd spurning er notuð þegar svar við spurningu er háð svari við fyrri spurningu.


SpurninasniðmátSpurningasniðmát

Hægt er að vera með ýmis spurningasniðmát í Kjarna og nýta þau sem grunn að námskeiðsmati.

Ef gerðar eru breytingar á sniðmáti þá hafa þær breytingar ekki áhrif á eldri námskeiðsmöt sem byggja á þessu tiltekna sniðmáti. 
Spurningasniðmát eru aðgengileg úr hliðarvalmynd:

Tvísmellt er á sniðmát til að breyta því auk þess sem hægt er að nota viðeigandi hnappa til að stofna nýtt sniðmát, breyta og/eða eyða. 
 

Inn í sniðmát er hægt að bæta:

  • Spurningasniðmáti
  • Spurningu
  • Spurningahópi


Það er hægt að velja fleiri en eina spurningu í einu með því að halda ctrl hnappinum inni á meðan þær eru valdar. 

Einnig er hægt að eyða einhverju af ofantöldu úr sniðmáti. 

Hægt er að breyta röð á spurningum með því að draga þær til í spurningatrénu. Einnig er hægt að færa spurningar á milli spurningahópa á sama hátt. 

Hægt er að skilgreina hvort spurningahópur eða spurning sé skilyrt og hvort megi svara oftar en einu sinni.

...

Námskeiðsmat

Í námskeiðsmatið er síðan hægt að draga inn einstaka spurningar eða spurningasniðmát sem hafa verið stofnuð.



Námskeiðsmat á námskeið

Image Added

Námskeiðsmatið er tengt á viðkomandi námskeið. Þegar námskeiði hefur verið lokið þá birtist námskeiðsmatið þátttakendum á starfsmannavefnum.

Þátttakendur svara matinu á starfsmannavef og svörin vistast niður í Kjarna.


Svör námskeiðsmats
Image Added

Skýrslan Svör námskeiðsmats er aðgengileg í hliðarvalmynd Kjarna undir Kjarni > Fræðsla.


Image Added

Byrjað er á því að velja fyrir hvaða námskeið skoða eigi námskeiðsmat og smellt á Framkvæma .

Image Added

Í skýrslunni sem keyrist upp er í aftasta dálki skýrslunnar útreiknað meðaltal fyrir hvern þann sem svaraði matinu.

Það er svo hægt að bæta inn meðaltali fyrir hverja spurningu fyrir sig og fyrir heildarniðurstöðuna með því að hægri smella neðst í skýrsluna og velja Average.