...
Ef hækkunin er vistuð þrátt fyrir þessa viðvörun, þá verða til tvær færslur með gildistíma til 31.12.9999 og það er ekki leyfilegt í grunnlaunaspjaldi.
Endurbætt forritun við afleiðingar á yfirskrift á samningi-launaflokki-þrepi í föstum liðum.
Hægt er að yfirskrifa SAM-LF-Þ á völdum færslum í spjaldinu fastir liðir. Þegar það er gert þá er grunnlaunaspjald starfsmanns ekki skoðað þegar þessir völdu launaliðir koma inn í launaskráningu eða í skuldbindingu viðkomandi starfsmanna.
Þessari virkni var breytt þar sem hún útilokaði handskráningu á þrepi númer 0. Kjarni leit á 0 sem tóman reit og fletti því ávallt upp í grunnlaunaspjaldi þegar núll var handslegið inn í reitinn þrep í launaskráningu.
Breytingin veldur því að ef yfirskrifa þarf launaflokk eða þrep í föstum liðum starfsmanns, þá verður jafnframt að yfirskrifa samninginn.