...
Núna er hægt að birta notendnafn starfsmanns í starfsmanna- og launamannatrénu og er hægt að leita eftir því. Setja þarf inn stillingu til að birta notendnafn í starfsmanna- og launamannatrénu. Senda skal beiðni á service@origo.is ef óskað er eftir að fá inn þessa viðbót.
Kostnaðarstöð yfirskrifuð á stöðu birtist nú í listanum Tenging innan fyrirtækis
Ef kostnaðarstöð var yfirskrifuð á stöðu, þ.e. með aðra kostnaðarstöð en þá sem skráð er á skipulagseininguna var yfirskrifaða kostnaðarstöðin ekki að birtast í listanum Tenging innan fyrirtækis heldur sú kostnaðarstöð sem skráð var á skipulagseininguna.
Þessu hefur verið breytt þannig að ef kostnaðarstöð er yfirskrifuð á stöðu þá er það yfirskrifaða kostnaðarstöðin sem er birt í listanum Tenging innan fyrirtækis.