Útborgunartré - fríska hnappi bætt við
Fríska hnappi hefur verið bætt við útborgunartréð í hliðarvali Kjarna hægra megin við “leita” gluggann.
...
Aðgerðarsaga þegar fastir liðir eru sóttir
Þegar fastir launaliðir voru sóttir í útborgun sem skilgreind var fyrir ákveðin launahóp þá var aðgerðarsagan að skila villu á alla launamenn sem voru með fasta launaliði og voru ekki í þessum tiltekna launahópi.
Þetta hefur nú verið lagfært.
Skýrslan jafnlaunavottun - fjölga dálkum í dálkalista
Dálkalisti sem settur er upp fyrir skýrsluna Jafnlaunavottun gat mest innihaldið 10 dálka. Nú hefur plássið verið stækkað þannig að dálkalistinn getur innihaldið allt að 30 dálka.
Skýrslan jafnlaunavottun - tveimur svæðum bætt inn í “velja dálka”
Inn í skýrsluna jafnlaunavottun er nú hægt að draga svæðin “grunnvinnustundir” og “launaflokkur”.
SAP launagögn í Kjarna
Fyrir þá viðskiptavini sem skipt hafa yfir úr SAP Launakerfinu í Kjarna þá er núna komin ný tafla í Kjarna sem hægt er að flytja öll SAP launagögn yfir í. Þannig er hægt að fletta upp í þessum eldri launafærslum innan Kjarna og ekki þörf á að fara yfir í SAP kerfið til þess að gera það. Þar sem þessi virkni er komin inn í Kjarna þá er í raun hægt að loka SAP kerfinu alfarið ef viðskiptavinir óska þess. Ef viðskiptavinir vilja fara þessa leið skal senda póst á service@origo.is.