Hraði í ráðningahluta Kjarna og á umsóknavef
Farið yfir virknina til að bæta úr hægagangi bæði í ákveðnum aðgerðum í ráðningahluta Kjarna og á umsóknavef.
Staðfestingarbréf í lok umsóknarferlis
Bætt var úr því að staðfestingarbréf skilaði sér í einhverjum tilvikum ekki í lok umsóknarferlisins.
Umsóknir skili sér alla leið
Yfirfarið var hvers vegna ákveðnar umsóknir höfðu ekki skilað sér alla leið inn í Kjarna, aðeins umsækjendurnir sjálfir, til að tryggja að það gerist ekki aftur.
Viðhengi tengist á umsækjendur
Tengingar viðhengja við umsækjendur voru lagfærðar.
Auglýsingasvör - Viðbótarsvæði
Grunnupplýsingum um umsækjanda og umsókn var bætt við listann Auglýsingasvör auk þess sem bætt var inn nýjustu færslunni í starfsferli og þeirri færslu úr námsferli sem merkt er sem hæsta menntunarstig. Einnig var bætt inn í listann þeim aðgerðum sem eru aðgengilegar í listanum Umsóknir. Þannig er nú hægt að breyta stöðu umsóknar og senda höfnunarbréf í gegnum listann Auglýsingasvör.
Svör á yfirlitssíðu
Bætt var úr því að það birtust ekki öll svör á yfirlitssíðu. Sett var inn aðgerð til að mynda nýjar yfirlitssíður á alla umsækjendur eftir þessar breytingar.
Viðbótarsvæði í spjaldið Námsferill
Svæðunum Námi ólokið og Frekari upplýsingar var bætt við námsferilsspjaldið og það tengt við viðeigandi spurningar. Með þessu móti þá flokkast viðkomandi spurningar með öðrum námsferilsspurningum og upplýsingarnar skila sér yfir á starfsmanninn þegar umsækjandi er ráðinn.
Viðbótarsvæði í spjaldið Starfsferill
Svæðunum Núverandi starf,Hef ekki sagt upp og Frekari upplýsingar var bætt við starfsferilsspjaldið og það tengt við viðeigandi spurningar. Með þessu móti þá flokkast viðkomandi spurningar með öðrum starfsferilsspurningum og upplýsingarnar skila sér yfir á starfsmanninn þegar umsækjandi er ráðinn.
Yfirlitssíða í Skoða svör
Hnappurinn Skoða svör í spjaldinu Umsóknir kallar nú á nýju yfirlitssíðuna.
Möguleiki á leiðbeiningartexta fyrir ofan auglýsingar á vef
Hægt er að bæta inn leiðbeiningatexta sem birtist á umsóknavefnum fyrir ofan opnar auglýsingar.
Ráðgjafar Applicon Origo þurfa að setja inn viðeigandi stillingar.
Yfirlitssíða – margfaldar fyrirsagnir
Á yfirlitssíðu komu fyrirsagnir fyrir ofan hverja færslu í t.d. náms- og starfsferli. Þetta hefur nú verið lagað þannig að það kemur bara ein fyrirsögn og allar færslurnar þar undir.
Eingöngu nýjasta yfirlitssíðan í heildaryfirliti umsækjanda
Ef umsækjandi sendir inn umsókn um starf þá verður til yfirlitssíða í kerfinu. Ef hann síðan uppfærir umsókn sína um þetta sama starf þá verður til ný yfirlitssíða. Upphaflega birtust báðar þessar yfirlitssíður í heildaryfirliti umsækjanda en þessu hefur nú verið breytt þannig að eingöngu nýjasta yfirlitssíðan birtist.
Heildaryfirlit – dagsetning viðhengis
Í flipanum Viðhengi hefur svæðið Dagsetning verið fest inni þannig að það þurfi ekki að velja það inn í hvert skipti.
Heildaryfirlit – Umsækjendur
Heildaryfirlitið hefur nú verið tengt inn í listann Umsækjendur þannig að þegar tvísmellt er á umsækjanda í listanum þá opnast heildaryfirlitið.