Table of Contents | ||||
---|---|---|---|---|
|
Reikna desemberuppbót | |
---|---|
Þegar kemur að greiðslu desemberuppbótar - en hana ber að greiða í síðasta lagi 15.desember ár hvert - þá er byrjað á því að sækja ávinnslu desemberuppbótar 9273 og ávinnslu desemberuppbótar tímavinnu 9277 hjá þeim sem hana nota. Athugið að ef desemberuppbót er ekki greidd við starfslok, þá þarf að greiða öllum í desember ár hvert. Í þeim tilvikum þarf að breyta gildir til dagsetningum grunnlaunaspjalda þeirra starfsmanna sem eru hættir þannig að þau séu í gildi til loka desember yfirstandandi árs. Þetta þarf að gera áður en ávinnslur eru sóttar. | |
Ef farið er í Ávinnslur í ávinnsluhring er hægt að sjá ávinnslutímabil desemberuppbótar | |
Hér er desemberuppbótin með ávinnslutímabilið Milli ára og dagsetningin er frá 1.desember til 30.nóvember | |
Til þess að sækja ávinnslur allra starfsmanna er smellt á “Sækja” í Ávinnsluhringnum. | |
Athugið sérstaklega ef ávinnslutímabilið er 2 ár t.d. 01.12.2019 - 30.11.2020, að bæði árin séu skráð í Ár. Ef nota á núverandi útborgun sem hluta af grunni til útreiknings á réttindum til desemberuppbótar þá er hakað við Sækja í skráningu í valskjánum sem upp kemur. Athugið að til dagsetning sé örugglega rétt. Að lokum er smellt á Sækja. | |
Ávinnslan er skoðuð í Skrá | |
Greiða desemberuppbót | |
Til að senda skuldbindinguna yfir í launaútborgun til greiðslu, er farið í Skrá og þar valið aðgerðahjólið í tækjaslánni, þar er valið “Flytja ávinnslu í skráningu”. | |
Þar er starfsmannanúmeri eytt úr svæðinu og númer launaliðar slegið inn í reitinn launaliðir. Áður en smellt er á Flytja þarf að velja hvort geyma eigi niðurstöðu. Til þess að flytja færslur yfir þarf að velja annað hvort "Geyma ef engar villur" eða "Geyma þrátt fyrir villur". Við mælum með seinni valkostinum og er hann sjálfgefinn. Athugið að rétt útborgun sé valin í Niðurstaða útborgun, efst í hægra horni í valskjánum. Hakið í "Yfirskrifa tímabil" kemur sjálfvalið og skiptir það tímabili uppbóta eftir greiðsluformi launamanns í útborgun og setur bókunardag samkvæmt skilgreiningu útborgunar. Ef hakið er tekið úr koma uppbæturnar í launaskráningu með sömu dagsetningum og er í ávinnsluskráningu en þar eru allar færslur á tímabili vegna eftirá greiðsluforms og eftirá bókunarmánuði. Bókunarmánuður í launaskráningu verður alltaf samkvæmt greiðsluformi launamanns í útborgun. Ef senda þarf skuldbindingu aftur til greiðslu er hakað í "Eyða skuldbindingu fyrir" til að eyða út áður sendum færslum. Ef bæði er unnið með desemberuppbætur fyrir mánaðarlaun og tímalaun, þá þarf að smella á plúsinn við svæðið Launaliðir og slá inn bæði 590 Desemberuppbót og 591 Desemberuppbót tímalaun, eða önnur þau númer sem eru í notkun hjá viðskiptavini. Þegar búið er að flytja desemberuppbótina úr ávinnslum er hægt að skoða færslurnar í launaskráningu þeirrar útborgunar sem valið var að flytja þær í. |